Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 57.688 greinar.

Grein mánaðarins

Helmut Kohl var þýskur stjórnmálamaður. Hann var kanslari Vestur-Þýskalands frá 1982 til 1990 og sameinaðs Þýskalands frá 1990 til 1998. Hann varð formaður Kristilega demókratasambandsins 1973, eins stærsta stjórnmálaflokks Þýskalands. Sextán ára kanslaratíð hans nær yfir endalok kalda stríðsins og var sú lengsta í sögu Þýskalands frá valdatíð Ottos von Bismarck.

Kohl var leiðandi í sameiningarferli Þýskalands og, ásamt François Mitterrand Frakklandsforseta, er eignaður heiðurinn af því að hafa komið á Maastrichtsáttmálanum og þar með Evrópusambandinu. Ásamt Jean Monnet og Jacques Delors er Kohl eini maðurinn sem hefur verið sæmdur heiðursnafnbótinni Heiðursborgari Evrópu.

Í fréttum

Eldgosið við Sundhnúksgíga 2023

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Auður Haralds (2. janúar)  • Jacques Delors (27. desember 2023)  • Antonio Negri (16. desember 2023)


Atburðir 3. janúar

Vissir þú...

Óður
Óður
  • … að lögreglan í Ísrael hefur haft heimild til að gera palestínska fána upptæka frá árinu 2014 ef þeir eru taldir ógna allsherjarreglu?
  • … að Óður, eiginmaður Freyju í norrænni goðafræði (sjá mynd), er stundum talinn vera sama persóna og Óðinn?
  • … að allar treyjur Liverpool eru með töluna 97 prentaða í hálsmálinu til að minnast 97 manns sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989?
Efnisyfirlit