Abbey Road

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abbey Road
Breiðskífa
FlytjandiBítlarnir
Gefin út26. september 1969
Tekin upp22. febrúar - 20. ágúst 1969
StefnaRokk
Lengd47:24
ÚtgefandiApple, Parlophone, EMI
StjórnGeorge Martin
Tímaröð Bítlarnir
Yellow Submarine
(1969)
Abbey Road
(1969)
Let It Be
(1970)
Gagnrýni

All Music Guide: 5/5 tengill

Abbey Road er tólfta breiðskífa Bítlanna og var hún gefin út árið 1969. Platan var sú síðasta sem Bítlarnir tóku upp en hún kom þó út á undan Let It Be.

Fyrsta lag plötunnar er „Come Together“ eftir John Lennon. Lagið samdi hann upphaflega til að styðja framboð Timothy Leary til ríkisstjóra Kaliforníu, en ekkert varð af því framboði og því endurvann hann lagið fyrir plötuna.

Lagið „Something“ var samið af George Harrison, og var gefið út sem A-hlið á smáskífu.

Stór hluti hliðar tvö á plötunni er nokkurs konar lagasyrpa þar sem öll lögin frá „You Never Give Me Your Money“ til „The End“ eru tengd saman. Sum þessara laga voru hálfkláruð eða lög sem voru samin fyrir fyrri plötur en skilin eftir. Á meðal þessara laga eru lögin „Mean Mr. Mustard“ og „Polythene Pam“ sem voru samin af John Lennon fyrir Hvíta albúmið og lagið „She Came in Through the Bathroom Window“ sem samið var af Paul McCartney fyrir Let It Be plötuna. Lagið er að sögn um raunverulegan atburð þegar aðdáandi braust inn á heimili hans, um baðherbergisgluggann.

Mikil togstreita, á milli meðlima hljómsveitarinnar, hafði einkennt upptökurnar fyrir Hvíta albúmið og Let It Be, en að sögn gengu upptökurnar fyrir Abbey Road mun betur vegna þess að þar sem þeir gerðu sér grein fyrir því að þetta yrði líklega síðasta bítlaplatan, samþykktu þeir að leggja allan ágreining til hliðar.

Platan dregur nafn sitt af götunni Abbey Road, en við hana stendur hljóðverið þar sem flest bítlalögin urðu til. Á umslaginu er fræg mynd þar sem Bítlarnir ganga yfir götuna.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Öll lög voru samin af John Lennon og Paul McCartney nema annað sé tekið fram. 

Hlið eitt
Nr. Titill Lengd
1. „Come Together“   4:20
2. „Something“ (George Harrison) 3:03
3. „Maxwell's Silver Hammer“   3:27
4. „Oh! Darling“   3:26
5. „Octopus's Garden“ (Ringo Starr) 2:51
6. „I Want You (She's So Heavy)“   7:47
Hlið tvö
Nr. Titill Lengd
1. „Here Comes the Sun“ (Harrison) 3:05
2. „Because“   2:45
3. „You Never Give Me Your Money“   4:02
4. „Sun King“   2:26
5. „Mean Mr. Mustard“   1:06
6. „Polythene Pam“   1:12
7. „She Came In Through the Bathroom Window“   1:57
8. „Golden Slumbers“   1:31
9. „Carry That Weight“   1:36
10. „The End“   2:05
11. „Her Majesty“   0:23