Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 56.019 greinar.
Grein mánaðarins
Ariana Grande er bandarísk söngkona og leikkona. Hún fæddist í Boca Raton, Flórída og er af ítölskum ættum. Hún varð fyrst fræg fyrir hlutverkið sitt sem Cat Valentine í sjónvarpsþáttunum Victorious og Sam & Cat á Nickelodeon. Þegar Grande var fimmtán ára lék hún Charlotte í Broadway söngleiknum 13. Einnig lék hún í kvikmyndinni Swindle þar sem hún fór með hlutverkið Amanda Benson, eða Mandy the Mutant.
Fyrsta breiðskífa Grande var Yours Truly (2013) sem náði góðum vinsældum þar sem lagið „The Way“ komst í topp tíu á Billboard 200. My Everything (2014) var önnur platan hennar og inniheldur hún lög í EDM stíl. Á plötunni má finna lögin „Problem“, „Bang Bang“ og „Break Free“ sem hlutu mikilla vinsælda. Þriðja platan, Dangerous Woman (2016), var fyrsta breiðskífa Grande til að lenda í fyrsta sæti í Bretlandi. Persónulegir erfiðleikar höfðu áhrif á fjórðu og fimmtu plötu hennar, Sweetener (2018) og Thank U, Next (2019), og eru lögin í stíl við trapp tónlistarstefnuna.
Í fréttum
- 1. mars: Bola Tinubu er kjörinn forseti Nígeríu.
- 28. febrúar: 43 látast í lestarslysi nálægt grísku borginni Larissa.
- 15. febrúar: Nicola Sturgeon tilkynnti afsögn sína úr embætti æðsta ráðherra Skotlands.
- 12. febrúar: Níkos Krístoðúlíðís er kjörinn forseti Kýpur.
- 8. febrúar: LeBron James tekur fram úr Kareem Abdul-Jabbar og verður stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi.
- 6. febrúar: Yfir 50 þúsund látast í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta í suðausturhluta Tyrklands (sjá mynd).
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu/Stríð Rússlands og Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Mótmælin í Íran • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 5. mars
- 2001 - Talíbanastjórnin í Afganistan lét sprengja merk Búddalíkneskin í Bamyan í tætlur vegna þess að þau væru óguðleg. Þessum verknaði var mótmælt um víða veröld.
- 2009 - Dow Jones-vísitalan féll undir 7000 stig í fyrsta sinn frá 1997.
- 2014 - Venesúela sleit öll stjórnmálatengsl við Panama og sakaði stjórn Panama um samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum.
- 2015 - Liðsmenn Íslamska ríkisins hófu að eyðileggja hinar fornu borgir Nimrud, Hatra og Dur-Sharrukin í Írak.
- 2022 - Flakið af könnunarskipinu Endurance sem sökk árið 1915 fannst við Suðurskautslandið.
Vissir þú...
- … að Nataša Pirc Musar, forseti Slóveníu, hefur unnið sem lögfræðingur fyrir bandarísku forsetafrúna Melaniu Trump?
- … að mexíkóska hugtakið malinchismo, sem vísar til manneskju sem heldur meira upp á erlendar vörur og siði en innlendar, er dregið af frumbyggjakonunni La Malinche (sjá mynd), sem var túlkur spænska landvinningamannsins Hernáns Cortés á 16. öld?
- … að Emomali Rahmon, forseti Tadsíkistans, hefur verið við völd frá árinu 1992 og er því þaulsetnasti leiðtogi allra fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna?
- … að höggormur er eina eiturslöngutegundin á Norðurlöndum?
- … að höfuðlýs eru frábrugðnar öðrum blóðætum eins og flóm að því leyti að þær eyða öllu lífi sínu á hýsli?
- … að brasilíska höfuðborgin Brasilía var stofnuð að undirlagi forsetans Juscelino Kubitschek árið 1956 til að hvetja fleiri Brasilíumenn til að flytjast til vesturhluta landsins?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |