Wikimedia
Wikimedia (enska Wikimedia Foundation) eru bandarísk almannaheillasamtök með höfuðstöðvar í San Francisco í Bandaríkjunum. Hlutverk samtakanna er að halda utan um rekstur fjölmargra wiki-verkefna eins og Wikipediu, Wiktionary, Wikiquote, Wikibooks, Wikisource, Wikimedia Commons, Wikispecies, Wikinews, Wikiversity, Wikimedia Incubator, Meta-Wiki og samtökin eiga réttinn að Nupedia-verkefninu, fyrirrennara Wikipediu.
Þekktasta verkefni samtakanna er Wikipedia sem er einn af tíu vinsælustu vefunum í heiminum. Jimmy Wales tilkynnti um stofnun Wikimedia þann 20. júní 2003, hann hefur setið í stjórn samtakanna síðan þá.