Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 55.848 greinar.
Grein mánaðarins
Kauphöllin í New York er stærsta kauphöll í heimi. Á íslensku er oftast vísað til hennar sem Wall Street í daglegu tali. Í febrúar 2015 var verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni í New York metið á um 16.600 milljarða Bandaríkjadali eða 2.193.615 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins 12. maí 2015.
Kauphöllin í New York er í eigu keðjunnar Intercontinental Exchange. Það er bandarískt eignarhaldsfyrirtæki sem er sjálft á skrá NYSE.
Dagleg viðskipti nema um 169 milljörðum dala eða um 22.084 milljörðum íslenskra króna miðað við ofangreint gengi. Alls eru um 2.800 fyrirtæki í kauphöllinni. Í júlí 2004 voru 28 af 30 fyrirtækjum Dow Jones-vísitölunnar skráð í New York-kauphöllinni.
Í kauphöllinni er svokallað viðskiptagólf. Þar keppast menn um kaup og sölu með látum, hrópa sem hæst og bjóða þau verðbréf til sölu, sem þeir hafa til umráða. Í kauphöllinni eru 21 herbergi sem nýtast til viðskipta.
Í fréttum
- 15. febrúar: Nicola Sturgeon tilkynnti afsögn sína úr embætti æðsta ráðherra Skotlands.
- 8. febrúar: LeBron James tekur framúr Kareem Abdul-Jabbar og verður stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta.
- 6. febrúar: Yfir 40 þúsund látast í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta í suðausturhluta Tyrklands (sjá mynd).
- 3. febrúar: Um 570 starfsmenn Eflingar fara í verkfall.
- 28. janúar: Petr Pavel, fyrrum formaður hernaðarnefndar Atlantshafsbandalagsins, er kjörinn forseti Tékklands.
- 23. janúar: Lögreglu er heimilt að bera rafbyssur á Íslandi.
- 19. janúar: Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands segir af sér embætti.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Innrás Rússa í Úkraínu/Stríð Rússlands og Úkraínu • Kórónaveirufaraldurinn • Mótmælin í Íran • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 16. febrúar
- 1998 - 202 létust þegar China Airlines flug 676 hrapaði á íbúabyggð við Chiang Kai-shek-flugvöll á Taívan.
- 1999 - Kúrdískir skæruliðar hertóku nokkur sendiráð í Evrópu eftir að einn af foringjum þeirra, Abdullah Öcalan, var handtekinn af Tyrkjum.
- 2005 - Kýótóbókunin tók gildi eftir undirskrift Rússlands, án stuðnings Bandaríkjanna og Ástralíu.
- 2011 - Flutningaskipið Goðafoss strandaði í Ytre Hvaler-þjóðgarðinum skammt undan Fredrikstad við Noregsstrendur.
- 2014 - 13 suðurkóreskir ferðamenn létust í sprengjuárás á rútu í Kaíró.
- 2015 - Egyptalandsher hóf loftárásir á ISIS í Líbýu í hefndarskyni fyrir morð á kristnum Egyptum.
- 2017 - Sprengjuárásin í Sehwan 2017: 80 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á helgistað súfista í Pakistan.
Vissir þú...
- … að Nataša Pirc Musar, forseti Slóveníu, hefur unnið sem lögfræðingur fyrir bandarísku forsetafrúna Melaniu Trump?
- … að mexíkóska hugtakið malinchismo, sem vísar til manneskju sem heldur meira upp á erlendar vörur og siði en innlendar, er dregið af frumbyggjakonunni La Malinche (sjá mynd), sem var túlkur spænska landvinningamannsins Hernáns Cortés á 16. öld?
- … að Emomali Rahmon, forseti Tadsíkistans, hefur verið við völd frá árinu 1992 og er því þaulsetnasti leiðtogi allra fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna?
- … að höggormur er eina eiturslöngutegundin á Norðurlöndum?
- … að höfuðlýs eru frábrugðnar öðrum blóðætum eins og flóm að því leyti að þær eyða öllu lífi sínu á hýsli?
- … að brasilíska höfuðborgin Brasilía var stofnuð að undirlagi forsetans Juscelino Kubitschek árið 1956 til að hvetja fleiri Brasilíumenn til að flytjast til vesturhluta landsins?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |