Heidi og strönd - Heidi Strand
Hlöðuloftið, Korpúlfsstöðum
Heidi Strand heldur sýningu á textilverkum sínum á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum dagana 9. til 31. júlí nk.
Sýningaropnun laugardaginn 9. júlí kl 14.
Á sýningunni verða 70 verk, flest unnin á tímabilinu frá 2015 til dagsins í dag og aðeins örfá þeirra hafa verið sýnd áður.
Nær öll nýrri verkin eru unnin með nálaþæfingu á votþæfðan grunn.
Viðfangsefni verkanna tengist fyrst og fremst því sem mest heillar Heidi á Íslandi en hún flutti fyrst til landsins í byrjun árs 1972 og hefur búið hér síðan, þó með hléum.
Sýningin verður opin alla daga frá kl. 12 til 18.
22. júlí 2022, 19:43:25
Muggur: Opið fyrir umsóknir - Umsóknarfrestur framlengdur til 10. ágúst
Opið er fyrir umsóknir um MUGG til miðnættis 10. ágúst
Umsóknareyðublað má finna hér:
https://www.sim.is/muggur-ums%C3%B3kn
UM MUGG:
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM og Mynd . . .
15. júlí 2022, 14:05:30
Listasafn ASÍ: Opið fyrir umsóknir
Listasafn ASÍ kallar eftir umsóknum frá myndlistarfólki
Listasafn ASÍ auglýsir eftir umsóknum frá listafólki sem vill taka þátt í sýningum á vegum safnsins 2022/23. Sýningarnar verða á tveimur stöð . . .
7. júlí 2022, 15:00:33
Þórsmörk, Neskaupsstað: Cranioplasty - Selma Hreggviðsdóttir
Cranioplasty á INNSÆVI í Þórsmörk, Neskaupstað.
Selma Hreggviðsdóttir opnar sýningu sína Cranioplasty föstudaginn 8. júlí kl 16.
Titill sýningarinnar Cranioplasty vísar í heiti ákveðinnar aðgerðar þ . . .
UM SÍM
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna, með um 950 félagsmenn.
ÞJÓNUSTA
Markmið SÍM er að bæta kjör og starfsumhverfi myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar. SÍM annast ýmis verkefni fyrir opinbera aðila, tilnefnir fulltrúa í nefndir og ráð og gefur umsagnir um ýmis mál.
VINNUSTOFUR
SÍM leigir út vinnustofur til félagsmanna í húsnæði við Seljaveg 32, að Hólmaslóð, á Héðinsgötu og á Korpúlfsstöðum í Reykjavík, Auðbrekku 1, 2 og 14 í Kópavogi og Lyngási 7 í Garðabæ, en vinnustofurnar eru hátt í 200 talsins.
Vinnustofurnar eru alla jafna fullnýttar, en félagsmenn geta farið á biðlista og ganga þá fyrir ef vinnustofa losnar.
SÍM RESIDENCY
SÍM Residency is an international residency for visual artists located in Reykjavík, Iceland. Having started in 2002 with a small one-bedroom apartment and studio in downtown Reykjavik, our residency now welcomes over 150 artists from all over the world on an annual basis.