Mælingar

Mælingar og þjónusta

Rannsóknastofa Matís býður upp á örveru- og efnarannsóknir á matvælum, vatni, hráefnum, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum. Til að tryggja öryggi og heilnæmi þarf mælingar sem sýna að allir ferlar framleiðslunnar séu í góðum og öruggum farvegi. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað.

Auk mælinga veitir Matís opinberum aðilum, matvælafyrirtækjum, lyfjafyrirtækjum, sláturhúsum og einkaaðilum ráðgjöf í tengslum við mælingar.
Matís hefur milligöngu um að senda sýni í mælingar til erlendra rannsóknastofa í þeim tilfellum þegar Matís býður ekki upp á þær.

Matís hefur faggildingu fyrir langflestar af þeim aðferðum sem notaðar eru. Faggilding er opinber gæðavottun sem sem segir til um hvort kröfum ISO 17025 staðalsins sé framfylgt.

Starfsfólk rannsóknastofu Matís leitast við að veita þjónustu af fullnægjandi gæðum og í samræmi við þarfir viðskiptavina til þess að ekki leiki vafi á að rannsóknaniðurstöður séu áreiðanlegar, réttar og óhlutdrægar og að þær nýtist viðskiptavinum.

Opnunartími þjónustumælinga er frá 8:30 til 16:00.

Efnamælingar

Mikilvæg áhersluefni í efnamælingunum eru samsetning hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð og þær breytingar á gæðum þeirra og öryggi sem verða við vinnslu og geymslu t.d. næringargildi, geymsluþol og stöðugleiki.

Skoða nánar
Örverumælingar

Hjá Matís eru stundaðar örverurannsóknir á matvælum, neysluvatni, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum, veitt sérhæfð, vönduð og fljót þjónusta og ráðgjöf fyrir opinbera aðila, matvælafyrirtæki, lyfjafyrirtæki, sláturhús og einkaaðila.

Skoða nánar
Erfðagreiningar

Verkefnin felast m.a.í erfðagreiningum á nytjastofnum og villtum stofnum og úrvinnslu gagna ásamt raðgreiningum á erfðaefni lífvera og leit að nýjum erfðamörkum og þróun á erfðagreiningarsettum.

Skoða nánar

Skynmat

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla.

Hvað finnst fólki um vöruna þína?

Skoða nánar

Tilvísunarrannsóknastofa

Tilvísunarrannsóknastofur hér á landi starfa í samstarfi við aðrar tilvísunarrannsóknastofur á Evrópska efnahagssvæðinu. Lögbundið hlutverk og helstu skyldur tilvísunarrannsóknastofa eru margvísleg og felast m.a. í samræmingu á starfsemi tilnefndra opinberra rannsókna í hverju landi.

Skoða nánar

Vantar þig faggildar mælingar fyrir þína framleiðslu?