Downton Abbey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Downton Abbey
Downton Abbey (Highclere Castle)
Tegund Drama
Handrit Julian Fellows
Leikarar Hugh Bonneville
Jessica Brown Findlay
Laura Carmichael
Maggie Smith
Jim Carter

Brendan Coyle
Michelle Dockery
Kevin Doyle
Joanne Froggatt
Rob James-Collier
Ed Speleers
Allen Leech
Phyllis Logan
Elizabeth McGovern
Sophie McShera
Lesley Nicol
Dan Stevens
Penelope Wilton
David Robb
Matt Milne
Samantha Bond
Raquel Cassidy
Tom Cullen
Siobhan Finneran
Michael Fox
Matthew Goode
Harry Hayden-Paton
Thomas Howes
Lily James
Rose Leslie
Amy Nuttall
Julian Overdeen
Andrew Scarborough
Cara Theobold

Upprunaland Fáni Bretlands Bretland
Frummál Enska
Fjöldi þáttaraða 6
Fjöldi þátta 52
Framleiðsla
Staðsetning Highclare Castle
Lengd þáttar 47-53 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð ITV, PBS
Síðsti þáttur í 25. desember 2015
Sýnt 26. september 2010 –
Tenglar
Heimasíða
Síða á IMDb

Downton Abbey eru breskir sjónvarpsþættir sem skapaðir voru af Julian Fellows. Þættirnir hófu göngu sína haustið 2010 og voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Í janúar 2011 var byrjað að sýna þættina á sjónvarpsstöðinni PBS í Bandaríkjunum. Downton Abbey var sýnt hérlendis á RÚV frá haustinu 2010.

Þættirnir sem gerast á tímabilinu 1912 til 1925 segja frá hinni ríku Crawley fjölskyldu og þjónustufólki þeirra. Þá blandast við ýmsir atburðir úr sögunni, eins og fyrri heimstyrjöldin og spænska veikin, sem hafa gríðarleg áhrif á líf Crawley fjölskyldunnar.

Downton Abbey hafa hlotið fjölda verðlauna, eins og Golden Globe, Primetime Emmy Awards og Bafta, en þættirnir hafa verið sýndir í yfir 220 löndum um allan heim.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir gerast á ættarsetrinu Downton Abbey í Yorkshire þar sem hin ríka Crawley fjölskylda býr ásamt þjónustufólki sínu. Crawley fjölskyldan samanstendur af jarlinum og jarlsfrúnni af Grantham og þremur dætrum þeirra. Einnig kemur móðir jarlsins mikið við sögu sem og aðrir ættingjar. Fyrsta serían hefst árið 1912 daginn eftir að Titanic sökk. Erfingi jarldæmisins hefur farist með skipinu og því þarf jarlinn, Robert Crawley, að finna nýjan erfingja. Sá reynist vera fjarskyldur frændi, Matthew Crawley, sem er málflutningsmaður af miðstéttarfólki.

Á setrinu starfar margt þjónustufólk en þar er æðstur brytinn Carson. Í fyrsta þætti hefur verið ráðinn nýr einkaþjónn jarslins, John Bates, en söguþráðurinn snýst um samskipti hans við lymskulega þjóninn, Thomas Barrow, sem reynir að gera hvað sem er til að öðlast starf Bates. Með hjálp ungfrú O'Brien, einkaþernu jarlfrúarinnar, reyna þau að koma Bates fyrir kattarnef.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]