Skógur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Útbreiðsla skóga um heiminn.
Handewitter-skógur í Norður-Þýskalandi.

Skógur er vistkerfi með ríkjandi trjágróðri sem þekur að minnsta kosti 1 hektara og að þekju-hlutfall fullorðinna trjáa sem eru að minnsta kosti 2 metra há sé um og yfir 10%. Séu trén lægri en 2 metrar að hæð kallast þau kjarr. Þetta er skilgreining skógasviðs FAO[1] að öðru leyti en því að þar er gert ráð fyrir að hæð fullorðinna trjáa sé 5 metrar. Skógar hafa mikil áhrif á umhverfi sitt og skapa meðal annars kyrrara loftslag og svokallað nærloftslag (enska: microclimate). Auk þess bindur skógurinn loftraka, mengunarefni og rykagnir úr loftinu, temprar vatnsrennsli á leið til sjávar, dregur úr hávaða í þéttbýli og skapar verðmætar auðlindir sem eru óþrjótandi ef þær eru nýttar með sjálfbærum hætti.

Orð tengd skógi[breyta | breyta frumkóða]

  • hlíðþang - er forn kenning í skáldamáli og þýðir skógur.
  • holt - þýddi í fornu máli skógur, sbr: sjá í gegnum holt og hæðir. Holtriði var orð haft um þann sem bjó í skógi.
  • lundur - þýðir skógarlundur eða trjáþyrping.
  • myrkviður - er myrkur margslunginn skógur.
  • mörk - þýðir skógur, sbr.: dýr merkurinnar og Þórsmörk.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.fao.org/docrep/006/ad665e/ad665e06.htm
  2. „Morgunblaðið 1938“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2011. Sótt 15. september 2008.
  3. Gegnir.is

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.