Forsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Grein mánaðarins

Guðrún Á Símonar lit-s-02.jpg

Guðrún Ágústa Símonardóttir þekkt sem Guðrún Á. Símonar, var ein þekktasta sópransöngkona Íslands.

Foreldrar Guðrúnar voru Símon Johnsen Þórðarson (1888 – 1934) lögfræðingur, jafnan nefndur „Símon á Hól“ og Steinþóra Ágústa Pálsdóttir (1895 – 1978), kölluð Ágústa. Þau voru bæði gædd tónlistargáfu og söng Ágústa oft á samkomum í Reykjavík og Símon var dáður tenórsöngvari sem tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins. Guðrún átti því ekki langt að sækja hæfileikana og eftir hálskirtlatöku á fimmtánda árinu komu sönghæfileikarnir í ljós.

Vorið 1955 stóðu Tónlistarfélagið og Félag íslenskra einsöngvara fyrir uppsetningu á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu. Guðrún söng hlutverk berklaveiku stúlkunnar Mimi á tólf sýningum. Óperan vakti mikla hrifningu, fékk afbragðsdóma og var sýningin talin sögulegur viðburður sem hleypti tónlistarunnendum kapp í kinn. Næst söng Guðrún í óperunni Ráðskonuríki eftir Pergolesi sem Ríkisútvarpið stóð að. Síðan var haldið í söngför um Norðurlönd sem tókst vonum framar.

Þrátt fyrir afbragðs dóma og vinsældir erlendis, lét frægðin á sér standa og eftir misheppnað hjónaband flutti Guðrún heim ásamt einkasyninum Ludvig Kára. Hér var í nógu að snúast. Guðrún hélt söngskemmtanir víða um land, kenndi söng og skrifaði um tónlist í dagblöð.

Í fréttum

Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen  • Eldgosið á La Palma  • Kórónaveirufaraldurinn  • Sýrlenska borgarastyrjöldin

Nýleg andlát: Colin Powell (18. september)  • Abdelaziz Bouteflika (17. september)  • Vilborg Dagbjartsdóttir (16. september)  • Álfrún Gunnlaugsdóttir (15. september)


Atburðir 18. október

Vissir þú...

Venera 5
  • … að H. C. Hansen, forsætisráðherra Danmerkur, er talinn hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna?
  • … að Öskjugosið 1875 er talið mesta öskugos á Íslandi á sögulegum tíma þótt aðalgosið hafi ekki staðið nema í nokkra klukkutíma?
  • … að franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say setti fram þá kenningu að framboð skapaði eigin eftirspurn?
  • … að Evbea er stærsta eyjan í Eyjahafi og næststærsta eyja Grikklands á eftir Krít?
Efnisyfirlit