Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 53.289 greinar.
Grein mánaðarins
Guðrún Ágústa Símonardóttir þekkt sem Guðrún Á. Símonar, var ein þekktasta sópransöngkona Íslands.
Foreldrar Guðrúnar voru Símon Johnsen Þórðarson (1888 – 1934) lögfræðingur, jafnan nefndur „Símon á Hól“ og Steinþóra Ágústa Pálsdóttir (1895 – 1978), kölluð Ágústa. Þau voru bæði gædd tónlistargáfu og söng Ágústa oft á samkomum í Reykjavík og Símon var dáður tenórsöngvari sem tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins. Guðrún átti því ekki langt að sækja hæfileikana og eftir hálskirtlatöku á fimmtánda árinu komu sönghæfileikarnir í ljós.
Vorið 1955 stóðu Tónlistarfélagið og Félag íslenskra einsöngvara fyrir uppsetningu á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu. Guðrún söng hlutverk berklaveiku stúlkunnar Mimi á tólf sýningum. Óperan vakti mikla hrifningu, fékk afbragðsdóma og var sýningin talin sögulegur viðburður sem hleypti tónlistarunnendum kapp í kinn. Næst söng Guðrún í óperunni Ráðskonuríki eftir Pergolesi sem Ríkisútvarpið stóð að. Síðan var haldið í söngför um Norðurlönd sem tókst vonum framar.
Þrátt fyrir afbragðs dóma og vinsældir erlendis, lét frægðin á sér standa og eftir misheppnað hjónaband flutti Guðrún heim ásamt einkasyninum Ludvig Kára. Hér var í nógu að snúast. Guðrún hélt söngskemmtanir víða um land, kenndi söng og skrifaði um tónlist í dagblöð.
Í fréttum

- 9. október: Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir af sér vegna spillingarrannsóknar.
- 8. október: Blaðamennirnir Maria Ressa (sjá mynd) og Dimitrí Múratov vinna friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu í þágu fjölmiðlafrelsis í heimalöndum sínum.
- 3. október: Pandóruskjölin eru birt: Gögn um fjármál 350 stjórnmálamanna þar sem þeir eru bendlaðir við spillingu.
- 26. september: Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Olafs Scholz vinnur flest sæti í þingkosningum í Þýskalandi.
- 25. september: Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins heldur meirihluta sínum í Alþingiskosningum á Íslandi. Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar bætir við sig fimm þingmönnum.
- 22. september: Miðgarðakirkja í Grímsey brennur.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Eldgosið við Fagradalsfjall • Kórónaveirufaraldurinn • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 12. október
- 2000 - Tveir sjálfsmorðssprengjumenn á vegum Al-Kaída ollu dauða 17 áhafnarmeðlima bandaríska herskipsins USS Cole í Aden í Jemen.
- 2002 - Liðsmenn Jemaah Islamiyah stóðu fyrir sprengjutilræðum við tvo næturklúbba í Kuta á Balí með þeim afleiðingum að 202 létust.
- 2003 - Myndvinnsluhugbúnaðurinn Hugin kom fyrst út.
- 2003 - Michael Schumacher sló met Juan Manuel Fangio þegar hann sigraði Formúlu 1-kappaksturinn í sjötta sinn.
- 2006 - Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels.
- 2010 - Alþingi kaus saksóknara til að fara með mál á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.
- 2017 - Bandaríkin og Ísrael tilkynntu að þau hygðust hætta þátttöku í UNESCO.
Vissir þú...
- … að H. C. Hansen, forsætisráðherra Danmerkur, er talinn hafa njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna?
- … að það fyrirkomulag að flokkar hafi opinberlega viðurkenndan listabókstaf tíðkast aðeins í Danmörku, Færeyjum og Íslandi?
- … að Öskjugosið 1875 er talið mesta öskugos á Íslandi á sögulegum tíma þótt aðalgosið hafi ekki staðið nema í nokkra klukkutíma?
- … að sovéska geimkönnunarfarið Venera 5 (sjá mynd) henti út hylki með skjaldarmerki Sovétríkjanna og andlitsmynd af Vladimír Lenín á Venus árið 1969?
- … að franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say setti fram þá kenningu að framboð skapaði eigin eftirspurn?

Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði

Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð

Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun

Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi

Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi

Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |