SÍM salurinn
SÍM salurinn er staðsettur í sama húsi og skrifstofa SÍM, Hafnarstræti 16, og er opinn á skrifstofutíma, alla virka daga kl. 10 – 16.
Á hverju ári er auglýst eftir umsóknum frá félagsmönnum um sýningar fyrir næstkomandi ár en nýjar sýningar opna í hverjum mánuði. Hver sýning stendur í ca. 3 vikur, en í lok hvers mánaðar eru gestalistamenn SÍM með samsýningu.
Aðildarfélög SÍM geta fengið afnot af salnum í samráði við skrifstofu SÍM, t.d. fyrir félagsfundi eða aðra viðburði. Einnig geta félagsmenn fengið að halda fundi og aðrar uppákomur í salnum, ef sýningin sem er þá stundina leyfir.
SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR Í SALNUM
Lofthæð salarins er 2.4 metrar