TRÚNAÐARMAÐUR SÍM

Stjórn SÍM tilnefndur trúnaðarmann þegar haldnar eru samkeppnir meðal listamanna þar sem farið er eftir Samkeppnisreglum SÍM.

Trúnaðarmaður SÍM

  • Trúnaðarmaður skal tryggja að farið sé eftir Samkeppnisreglum SÍM og kynna þær rækilega fyrir öllum dómnefndaraðilum.
  • Fer ásamt samkeppnisnefnd SÍM yfir keppnislýsingu, auglýsingu og önnur kynningargögn og gerir nauðsynlegar athugasemdir með hagsmuni listamanna í huga;
  • Svarar fyrirspurnum frá listamönnum í tengslum við auglýsingu;
  • Afhendir listamönnum gögn í samræmi við keppnislýsingu;
  • Tekur á móti innsendum tillögum og sér til þess að listamenn fái í hendur kvittun fyrir móttökuna;
  • Gerir skrá yfir innsend gögn frá listamönnum, ásamt nöfnum eða dulnefnum eftir því sem við á og gerir dómnefnd grein fyrir skilum;
  • Gengur frá gögnum til endursendingar til listamanna þegar um ræðir forval fyrir lokaða eða blandaða samkeppni. Sendir þá einnig bréf  til   þeirra listamanna er þátt tóku þar sem fram kemur hvaða listamenn voru valdir inn í keppnina. Gengur frá samkomulagi við þá sem valdir eru til þátttöku um framhald samkeppninnar;
  • Situr fundi dómnefndar sé þess óskað og fylgist með frágangi á niðurstöðum dómnefndar;
  • Er viðstaddur þegar nafnmiðaumslög eru opnuð;
  • Tilkynnir þátttakendum niðurstöðu dómnefndar;
  • Tekur niður sýningu og skilar gögnum til þátttakenda
  • Fylgist með því að keppnislýsingu sé fylgt í hvívetna og að staðið sé við auglýsta tímasetningu hinna ólíku þátta samkeppninnar.
  • Skal gæta fyllstu nafnleyndar sbr. 7. og 8. gr. Samkeppnisreglna SÍM.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com