Myndlistarfélagið

Myndlistarfélagið hefur verið starfrækt á Akureyri frá byrjun árs 2008. Félagið hefur frá stofnun unnið að því að betrumbæta starfsumhverfi listamanna á Eyjafjarðarsvæðinu og setur sér það markmið að vera leiðandi afl í menningarstarfsemi bæjarins. Félagið hefur rekið sýningasal í Listagilinu, þar sem
áður var til húsa listrýmið Kompan og síðar Gallerí Box.

Starfsemi félagsins hefur snúist að miklu leiti um sýningahald í salnum og er stefnan að halda því starfi áfram í nýju sýningarrými.

Félagið er málsvari listamanna á svæðinu, vinnur að innlendu sem erlendu samstarfi auk þess að vera tengiliður félagsmanna í SÍM. Tilgangur félagsins er einnig að efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist.

Nýstofnuð sýningarnefnd mun stýra næsta sýningarári og áhersla verður lögð á fjölbreytni og frumlegheit auk hefðbundinna sýninga. Við teljum að það sé mikilvægt að efla enn frekar samstarf og samskipti við listafólk af öllum toga, hvar sem er á landinu. Hér á svæðinu erum við þess láns aðnjótandi að vera í nálægð við Verksmiðjuna á Hjalteyri, Listhúsið á Ólafsfirði og Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Mikilvægt er að efla samstarf og samskipti við þessa öflugu sýningastaði sem hafa verið leiðandi í samstarfi við erlenda sem og innlenda listamenn.

Stjórn félagsins hittist í hverjum mánuði og ræðir þau verkefni sem eru framundan ásamt því að taka á hinum ýmsu málum sem varða hið fjölbreytta menningarlíf í Listagilinu. Félagafundir eru einnig haldnir mánaðarlega þar sem stjórn býður upp á umræður varðandi störf stjórnarinnar, fær ábendingar um það sem betur má fara og fleira. Mikilvægt er að allir hafi rödd og að félagsmenn hafi gott aðgengi að stjórn.

Eitt af markmiðum nýrrar stjórnar er að bæta sýnileika félagsins og starfsemi þess útáviðmeð því að sækja um húsnæði fyrir sýningarhald á vegum félagsins og halda úti öflugri heimasíðu ásamt betri viðveru á samfélagsmiðlum.

http://facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

og fyrir félagsmenn: https://www.facebook.com/groups/500807183670730/

Instagram: myndlistarfelagid

Stjórn félagsins skipa:

Formaður:
Karólína Baldvinsdóttir

Meðstjórnendur:
Margrét Jónsdóttir, varaformaður
Dagrún Matthíasdóttir, gjaldkeri
Sigurður Mar Halldórsson, ritari
Jónborg Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Varamenn:
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Aðalsteinn Þórsson

Sýningarnefnd:
Sigurður Mar Halldórsson
Aðalsteinn Þórsson

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com