The Wayback Machine - https://webcf.waybackmachine.org/web/20210128031315/https://sim.is/residency/berlin-residency-2/

 

 

 

 

 

 

Berlín

Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM. Hugmyndin er að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir listamenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM. Gestavinnustofan er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin.

Gestaherbergin eru tvö, Askja og Hekla, en gestir deila eldhúsi og baðherbergi. Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni, en S-9 fer beint frá flugvellinum Berlín Schönefeld (SXF) til Ostkreuz.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍM til að bóka í síma 551-1346 eða á sim@sim.is.

Ný1-IMG_8992
Hekla 4b
20131002_224539
20131002_224558
útsýni Af Svölum
Ný1 IMG 8992
Hekla 4b
20131002 224539
20131002 224558
útsýni Af Svölum

„Alltaf fannst mér gott að koma aftur íbúðina því það var svo góður andi í húsinu og íbúðinni. Sérstaklega vil ég nefna Poul Weile sem bauð okkur í mat og reyndist okkur einstaklega vel.“

Hlíf Ásgrímsdóttir

„Gatan og hverfið allt er með fjölmarga veitingastaði með ágætis verðlagi og örstutt er í bæði matvöruverslanir og þvottahús. Þar eru einnig mörg gallerí og aðrir áhugaverðir staðir. Það er töluvert labb upp þrepin 89 og ágætis líkamsrækt, einkum ef maður fer úr húsi oftar en einu sinni á dag. Herbergið er stórt og rúmgott og ágætis vinnuaðstaða og sameiginlegt eldhús, salerni og bað sömuleiðis. Við höfðum góða nágranna í bæði skiptin og þetta er hið ágætasta sambýli.“

Heidi og Matthias

„Ég hef nýtt mér vinnustofu SÍM í Berlin. Ég held því fram að vinnustofan sé sú besta sem SÍM hefur uppá að bjóða. Það er aðallega vegna þess frábæra umhverfis og tækifæra sem Berlin hefur uppá að bjóða. Ég hef verið þar bæði um sumar og vetur í vinnustofunni, það skiptir engu, það er alltaf æðislegt að vera þar. Íbúðin er mjög vel staðsett, bæði er Hverfið Friedrichshain frábært og stutt í bahn-inn til allra átta.“

Logi Bjarnason

Nánari upplýsingar / More info (english below)

Hekla er ca. 25 fermetra stórt herbergi, þar er viðargólf, hátt til lofts og góð birta inn um stóran glugga og svalahurð. Þar eru tvö 90 cm breið rúm, þrjú vinnuborð og stólar, nokkrar hillur, vinnulampar og einn hægindastóll.

Hekla er með sérinngang af stigapalli. Fara þarf inn í sameiginlega rýmið (eldhús og bað) af stigapallinum.

Hekla 2
Hekla 2b
Ný1-IMG_8992
útsýni Af Svölum
Hekla 2
Hekla 2b
Ný1 IMG 8992
útsýni Af Svölum

Askja is an approximately 25 square meter room with wooden floors and high ceilings. It contains two beds, three chairs and one armchair, three worktables, few shelves and adjustable studio lamps. The space has good daylight conditions and a big window.

The kitchen and the bathroom are in a shared space.

Askja 1
Hekla 2
IMG_0060
Askja 5
Askja 1
Hekla 2
IMG 0060
Askja 5
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com